Um Okkur

Notando á Íslandi ehf var stofnað árið 2001 af Ingvari Guðmundssyni, og hefur verið í rekstri síðan. Það hefur búið til ýmis kerfi fyrir utanaðkomandi aðila fyrir utan að hafa þróað fullkomið sölu, bókhalds og launakerfi. Þekktasta lausn fyrirtækisins er SimplyBook.me (timapantanir.is) en það er notað af tug þúsundum fyrirtækja um allan heim til að taka á móti tímapöntunum milljóna viðskiptavina fyrir allt milli himins og jarðar. Næst stærsta kerfið er Reikningar.is en það kom fyrst út sem Logiledger.com árið 2002 og svo sem xbókhald árið 2004. Erlenda útgáfa bókhaldskerfisins var lögð niður fljótlega eftir að sú íslenska kom út. Fjöldi annarra kerfa hefur verið hannaður sérstaklega fyrir fyrirtæki.

Árið 2006 stofnaði Notando dótturfyrirtæki í Úkraníu eftir vel heppnaða ferð með viðskiptaráði og var þar ráðið teymi til að endurforrita xbókhald. Það tók tæp 2 ár og var gefið út undir heitinu Notando.is árið 2007. Þetta var bókhalds og sölukerfi með beintengdri vefverslun þar sem notendur gátu líka reiknað laun og skilað inn skýrslum rafrænt til RSK. Seinna var kerfið líka tengt lífeyrissjóðum. stéttarfélögum og stóru bönkunum.

Síðan Notando kerfið kom út hefur það verið með mörg hundruð fastanotendur sem vilja öfluga, og ódýra lausn sem virkar.

Í dag er Notando fyrirtækið ört vaxandi og með 16 fasta starfsmenn á Íslandi og í Úkraníu auk fjölda undirverktaka.

Notando á Íslandi
Kt: 531201-5230
Ármúli 4
108 Reykjavík

S: 4990964

Back to top