Uppsetning reikninga
Hægt er að velja mismunandi þemu fyrir sölureikninga. Þá má auðveldlega skrifa nafn fyrirtækis í haus og upplýsingar um fyrirtæki í fót reiknings. Einnig er hægt að vista inn myndir fyrir bæði haus og fót sölureikninga. Þannig er hægt að byrja að gefa út reikninga skömmu eftir að notandi hefur verið stofnaður í kerfinu.